Föstudaginn 2. október komu saman helstu hagsmunaðilar í íslenskum bókmenntum, Rithöfundasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Landsbókasafn, Borgarbókasafn, Miðstöð íslenskra bókmennta, Reykjavík bókmenntaborg og var markmiðið að skoða stöðuna á íslenskum bókamarkaði og velta vöngum yfir því sem framtíðin gæti borið í skauti sér. Hér er um að ræða eitt helsta hagsmunamál íslenskrar menningar á okkar tímum.
Ræðumenn voru Gauti Kristmannsson, prófessor, Egill Örn Jóhannsson, formaður félags íslenskra útgefenda, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Landsbókavörður, Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, Guðríður Sigurbjörnsdóttir (í fjarveru Pálínu Magnúsdóttur, Borgarbókavarðar) og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur. Fundarstjóri var Halla Oddný Magnúsdóttir.
Á málþinginu ræddu menn ýtarlega stöðu íslenskrar menningar og bókaútgáfu við upphaf 21. aldar og samstaða allra aðila þessara helstu vina íslenskra bókmennta var augljós; allir óskuðu íslenskum bókmenntum hins besta um leið og lýst var afdráttarlausri afstöðu um framþróun allra forma bókaútgáfu, nýtt skref af hálfu íslenskra bókaútgefenda sem hafa beðið síns tíma, af skynsemi.
Öllum var á þinginu var hins vegar ljóst að íslensk þjóð og tunga standa frammi fyrir nýjum áskorunum og verða að bregðast við þessum nýju tímum. Samstaða, þvert á hið pólitíska svið er, nauðsynleg fyrir litla þjóð með stærri bókmenntir en margar aðrar, við vonum að félagasamtök og samfélagið allt taki höndum saman um að halda íslenskri bókmenningu á líf í gegnum byltingar samtímans.