Fréttabréf Félags íslenskra fræða er komið út

Nýtt fréttabréf Félags íslenskra fræða er komið út.

Í fréttabréfinu er að finna ávarp formannsins, helstu tíðindi frá félaginu og dagskrá þess fyrir haustmisseri 2008 en á þessu misseri verða haldin þrjú rannsóknarkvöld. Erindi flytja Jón Hilmar Jónsson, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands og Davíð Ólafsson, MA í sagnfræði. Höfundar kynna erindi sín með útdrætti.