Fræðirit í fyrirrúmi – kynningarátak næstu vikur

Hagþenkir og ReykjavíkurAkademían munu næstu vikur gangast fyrir átaki til kynningar á fræðiritum og þætti þeirra í íslenskum bókmenntum og menningu.


Átakið hefst með blaðamannafundi í ReykjavíkurAkademíunni, 21. febrúar kl 17:00 þegar tilkynnt verður hvaða tíu höfundar og rit koma til greina við veitingu Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2007. Um er að ræða rit og námsgögn sem þykja framúrskarandi.

 

  • Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 16-18 verður haldið málþing í ReykjavíkurAkademíunni um fræðirit, stöðu þeirra og hlutverk. Jón Ólafsson prófessor á Bifröst mun m.a. fjalla um tilnefningar Hagþenkis, Irma Erlingsdóttir forstöðumaður RIKK og Viðar Þorsteinsson munu ræða stöðu fræðirita í samfélaginu.
  • Miðvikudagana 5. mars og 12. mars er stefnt að upplestri úr þeim ritum sem tilnefnd eru til Viðurkenningar Hagþenkis. Þeir hefjast kl 20:00 á kaffihúsinu Te og kaffi í Bókabúð Máls og menningar.

Átakinu lýkur svo 19. mars með Viðurkenningarhátíð Hagþenkis í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hver hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni að upphæð 750.000.

Â