Framúrskarandi fræðirit. Upplestur og kynning 12. mars

Upplestur og kynning á framúrskarandi fræðiritum sem eru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Viðurkenningin verður veitt 19. mars.

Staður og stund. Miðvikudaginn 12. mars kl 20 í Te og Kaffi, Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi.
Lesið verður úr eftirfarandi bókum:

  • Sverris saga. Umsjón og formála ritar Þorleifur Hauksson
  • Við brún nýs dags. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906-1930 eftir Þorleif Friðriksson
  • Silfur hafsins – Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga. Ritstjóri Hreinn Ragnarsson
  • Byggðasaga Skagafjarðar IV. Akrahreppur eftir Hjalta Pálsson
  • Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275-1550 eftir Láru Magnúsardóttur. Ármann Jakobsson les