Framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs

Stjórn Bókmenntsjóðs hefur ráðið Njörð Sigurjónsson lektor við Háskólann á Bifröst sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Við bjóðum Njörð Sigurjónsson velkominn til starfa.

Bókmenntasjóður  tók til starfa um mitt ár 2007. Sjóðurinn tekur yfir hlutverk bókmenntakynningarsjóðs, Menningarsjóðs og þýðingarsjóðs. Hlutverk sjóðsins er m.a. að efla íslenskar bókmenntir, þýðingar á erlendum ritum á íslensku og útbreiðslu og kynningu íslenskra bókmennta erlendis. Árið 2007 hafði Bókmenntasjóður 37milljónir úr að spila til að styrkja útgáfu bókverka. Þykir sýnt að ef sjóðurinn að standa undir þeim væntingum sem tilgreind eru lögum þarf að auka framlag til hans.
Skrifstofa Bókmenntasjóðs er á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. 101 Rvk.
Heimasíða sjóðsins er í vinnuslu. Veffangið er: www.bok.is