ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Styrkir og þóknanir  » Starfsstyrkir vegna fræðslu- og heimildarmynda

Starfsstyrkir vegna handritsgerðar fræðslu- og heimildarmynda

Einu sinni á ári auglýsir Hagþenkir eftir umsóknum vegna handritsgerðar fræðslu - og hemildamynda. Auglýst er á vorin og ber að sækja um á þar tilgerðu rafrænu eyðublaði sem  á heimasíðu Hagþenkis. Úthlutunarnefnd starfsstyrkja skipuð þremur félagsmönnum metur umsóknir og ákvarðar styrkina. Eru þeir skipaðir til tveggja ára í senn. 

 

Reglur um úthlutun starfsstyrkja vegna fræðslu- og heimildarmynda

 1. Rétt til að sækja um starfsstyrk hafa handritshöfundar fræðslu- og heimildarmynda sem hafa verið sýndar í sjónvarpi eða gefnar út á myndriti.
 2. Styrki er heimilt að nýta til að greiða laun eða annan kostnað við undirbúning, handritsgerð eða annað sem gefur höfundarétt á fræðslu- og heimildarmyndum sem hafa verið sýndar í sjónvarpi eða gefnar út á myndriti eða til að greiða slíkan kostnað vegna væntanlegra mynda.
 3. Umsækjandi skal gera grein fyrir eftirfarandi:
  1. Til hvaða starfa er sótt um styrk og hvaða upphæð. (Hámarksupphæð einstakra styrkja er 900.000 kr ).
  2. Hvort umsækjandi hafi aðra styrki eða fái laun fyrir umrætt verk eða hafi sótt um aðra styrki.
  3. Hvaða gildi hann telji að gerð myndarinnar hafi.
  4. Hvaða líkur eru á að myndin verði sýnd í sjónvarpi.
  5. Sé sótt um styrk vegna verks, sem er lokið, skal gera grein fyrir því hvort laun eða höfundarþóknun hafi verið greidd fyrir undirbúning og samningu handrits og hvort verkið hafi verið sýnt í sjónvarpi.
 4. Þeir höfundar skulu að öðru jöfnu sitja fyrir sem ekki eiga kost á sæmilegri greiðslu fyrir verk sitt.Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón