Fjöruverðlaunin

""Fjöru­Fjöruverðlaun­in, bók­mennta­verðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega at­höfn í Höfða. Þetta var í tí­unda skipti sem verðlaun­in eru veitt og í annað sinn síðan borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, bók­mennta­borg­ar UNESCO, gerðist vernd­ari verðlaun­anna og bauð Dag­ur B. Eggerts­son gesti vel­komna og af­henti verðlauna­höf­um blóm. Verðlauna­haf­ar fengu kera­mik-egg eft­ir Koggu og frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir steig á svið og af­henti verðlauna­höf­um gjafa­bréf fyr­ir dvöl á Kolkuósi í Skagaf­irði. 

Í flokki fræðibóka og rita al­menns eðlis:
Heiður og hugg­un – Erfiljóð, harm­ljóð og hugg­un­ar­kvæði á 17. öld eft­ir Þór­unni Sig­urðardótt­ur

Í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta:
Vetr­ar­frí eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur

Í flokki fag­ur­bók­mennta:
Tvö­falt gler eft­ir Hall­dóru K. Thorodd­sen