Fjöruverðlaunin veitt í annað sinn – skrifandi konum

Ingunn Ásdísardóttir hlaut viðurkenningu fyrir bók sína, Frigg og Freyja, kvenleg goðmögn í heiðnum sið.

 

Í dómnefndarorðum segir að um sé að ræða vandað og sérlega vel skrifað fræðirit um helstu gyðjur norrænnar goðafræði, hinar tvær sjálfstæðu gyðjur Frigg og Freyju. Ingunn sýnir að hún er ekki bara frábær þýðandi erlendra bókmennta á íslensku heldur einnig glöggur
fræðimaður sem hefur á valdi sínu að miðla fræðunum á aðgengilegan hátt til allra lesenda.
Hagþenkir óskar Ingunni hjartanlega til hamingju.