Fjöruverðlaunin og tilnefningar

Fjöruverðlaunin voru veitt 19. janúar 2017 og þau hlutu:

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur
Í flokki fagurbókmennta: Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur
Í flokki barna- og unglingabókmennta: Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
 

 

Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna í Borgarbókasafninu 6 desember.
Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningu til Fjöruverðlaunanna 2016:

Fræðibækur og rit almenns eðlis:
Barðastrandarhreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur, Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur  og Hugrekki – saga af kvíða eftir Hildi Eiri Bolladóttur.

Barna- og unglingabókmenntir
Doddi: Bók sannleikans! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur; myndir og kápa Elín Elísabet Einarsdóttir. Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur. Úlfur og Edda: Dýrgripurinn, höfundur texta og mynda er Kristín Ragna Gunnarsdóttir
 
Fagurbókmenntir
Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Kompa eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur

Dómnefndir Fjöruverðlaunanna skipa:

Fræðibækur og rit almenns eðlis
Erla Elíasdóttir Völudóttir, þýðandi
Helga Haraldsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Sigurrós Erlingsdóttir, íslenskukennari

Barna- og unglingabókmenntir
Arnþrúður Einarsdóttir, kennari
Júlía Margrét Alexandersdóttir, blaðamaður
Þorbjörg Karlsdóttir, bókasafnsfræðingur

Fagurbókmenntir
Bergþóra Skarphéðinsdóttir, íslenskufræðingur
Guðrún Lára Pétursdóttir, ritstjóri tímaritsins Börn og menning
Salka Guðmundsdóttir, leikskáld og þýðandi