Fjöruverðlaunin

""
Fjöruverðlaunin,  bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn þann 8. mars 2021, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur. Útgefandi Sögufélag.

Í flokki fagurbókmennta:
Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttu. Útgefandi Benedikt.

Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Iðunn & afi pönk eftir Gerði Kristnýju. Útgefandi Mál og menning.

Þetta í fimmtánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í sjöunda sinn frá því að borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð höfunda velkomna í Höfða og streymt var af viðburðinum á samfélagsmiðlum. Verðlaunahafar fengu verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu.