Fjöruverðlaunin

""Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2018. Verðlaunin hlutu í flokki fræðibóka og rita almenns, Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur. Í flokki fagurbókmennta, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur. Í flokki barna- og unglingabókmennta, Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.

Tilnefndar voru eftirfarandi bækur:

 

Íslenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur
Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur.
Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur

Fagurbókmenntir:
Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Slitförin eftir Fríðu Ísberg
Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Barna- og unglingabókmenntir:
Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur
Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur
Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Nánari upplýsingar um dómnefndir og um Fjöruverðlaunin almennt má nálgast áheimasíðu verðlaunanna
.https://fjoruverdlaunin.is/um-fjoruverdlaunin/