Ferða- og menntastyrkir – hinir fyrri

Auglýst var í mars – apríl eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrkir – hina fyrri. Sjö umsóknir bárust að þessu sinni. Stjórn Hagþenkis ákvarðar ferða- og menntastyrki og hlutu þeir sem fóru til Evrópu 75. 000 kr. en þeir sem fóru utan Evrópu 100.000 kr. Samtals 575.000 kr. Í haust verður aftur auglýst eftir umsóknum  um ferða- og menntastyrki – hina síðari en á síðasta aðalfundi voru reglum breytt þannig að nú er einungis hægt að sækja um styrk eftir að ferð hefur verið farin.

Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrk: 

 

Dagný Kristjánsdóttir 75.000
Huginn Freyr Þorsteinsson 75.000
Jóhann Óli Hilmarsson 100000
Jóna Margrét Ólafsdóttir 75.000
Sigurður Pétursson 75.000
Svanborg R Jónsdóttir 75.000
Ute Stenkewitz 100000