Stefán Pálsson, sagnfræðingur, flytur fyrirlestur á vegum Hagþenkis í húsi Sögufélags, Fischersund 3, þriðjudagskvöldið 22. febrúar klukkan 20. Þar verður fjallað um þær tíu bækur sem tilnefndar eru til verðlauna Hagþenkis fyrir árið 2010, sem og fræðibókaárið almennt. Gestir eru hvattir til að rifja upp skáldsöguna um Litla prinsinn eftir Antoine De Saint-Exupéry fyrir erindið – þótt slíkt sé ekki nauðsynlegt.
Kaffi og léttar veitingar til sölu á vægu verði.
Stefán Pálsson er fæddur árið 1975. Hann er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og hefur einkum starfað á sviði vísinda- og tæknisögu.