Eftirfarandi rit eru tilnefnd

""

Aldís Unnur Guðmundsdóttir
Þroskasálfræði. Lengi býr að fyrstu gerð.
Edda útgáfa/Mál og menning

Yfirgripsmikil, krefjandi en um leið aðgengileg bók sem nýtist jafnt nemendum sem almennum lesendum

Danielle Kvaran
Erró í tímaröð. Líf hans og list

Þýð: Sigurður Pálsson

FORLAGIÐ/Mál og menning

Myndræn framsetning á æviferli sem veitir innsýn í síkvikan hugarheim listamanns

Hjalti Pálsson, aðalhöfundur og ritstjóri
Byggðasaga Skagafjarðar IV. Akrahreppur
Sögufélag Skagafjarðar

Nútíð og fortíð, land og saga, alþýðufróðleikur og vönduð sagnfræði fléttast saman í yfirgripsmikilli byggðasögu

 Hreinn Ragnarsson, ritstjórn
Silfur hafsins – Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga

Höfundar eru: Benedikt Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Guðni Th. Jóhannesson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Ragnarsson, Jakob Jakobsson, Jón Þ. Þór, Steinar J. Lúðvíksson)
Nesútgáfan

Fjölþættu stórvirki um örlagavald í íslenskri sögu siglt farsællega í höfn

 Lára Magnúsardóttir
Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275-1550
Háskólaútgáfan

Fræðilegt afrek sem endurskoðar með róttækum hætti merkilegan þátt í íslenskri sögu í alþjóðlegu samhengi

 Ólafur Páll Jónsson
Náttúra, vald og verðmæti:
Umhverfisrit bókmenntafélagsins
Hið íslenska bókmenntafélag

Heimspekilegt framlag þar sem grunnur er lagður að nýjum leiðum til umræðu um erfitt og umdeilt málefni

 Pétur Hafþór Jónsson
Hljóðspor
Námsgagnastofnun

Bráðskemmtileg námsgögn um rætur og sögu vestrænnar dægurtónlistar

 Sigrún Aðalbjarnardóttir
Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldarinnar
Forlagið/Mál og menning

Tímabær umfjöllun um forsendur uppeldis og menntunar, byggð á áratuga störfum og rannsóknum

 Þorleifur Friðriksson
Við brún nýs dags. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906-1930
Háskólaútgáfan

Þaulunnið og efnisríkt rit um upphaf íslenskrar verkalýðsbaráttu

 Þorleifur Hauksson
Sverris saga
Umsjón og ritar formála
Hið íslenska fornritafélag

Yfirburða þekking á íslenskri stílfræði kristallast í vandaðri útgáfu sérstæðrar fornsögu