Breytingar á stjórn eftir aðalfund 3. apríl og samþykktar lagabreytingar

Á aðalfundi Hagþenkis sem haldinn var 3. apríl kl. 17 var kosinn nýr formaður félagsins, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir menntunarfræðingur og námsefnishöfundur. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur bauð sig ekki fram til endurkjörs. Hann hefur verið formaður síðan árið 2007 og í þrjú ár áður framkvæmdastjóri. Honum þakkað gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og þeim Þorsteini Helgasyni, varaformanni, Sigríði Stefánsdóttur og Sigmundi Einarssyni sem hættu í stjórn. 

Meðstjórnendur:
Ásdís Lovísa Grétarsdóttir framhaldsskólakennari, endurkjörin
Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona, ný í stjórn
Henrý Alexander Henrýsson, heimspekingur, nýr í stjórn
Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, nýr í stjórn

Fulltrúarráð: 

 

Halldór Jónsdóttir, orðabókahöfundur,  endurkjörin
Þórunn Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, endurkjörin
Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur, endurkjörin
Sólrún Harðardóttir, menntunarfræðingur, ný í stjórn
Unnur Dís Skaftadóttir, mannfræðingur, endurkjörin

Breytingartillögur lagðar fram fyrir aðalfund og vour samþykktar.

Fráfarandi stjórn lagði til breytingar á fjórðu og fimmtu grein laga félagsins. Breytingarnar miða að því að vanda betur til stjórnarkjörs. Breytingarnar eru eftirfarandi:

Í annarri málsgrein fjórðu greinar komi talan 14 í stað tölunnar 10.
Framan við fimmtu grein laganna bætist eftirfarandi setning: „Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara.“ 
Fjórða og fimmta grein laganna hljóða þá svo eftir breytingar.
4. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í mars. Boðað skal bréflega til hans með minnst 14 daga fyrirvara. Eftirtaldir liðir skulu ætíð vera á dagskrá aðalfundar: Skýrsla stjórnar og reikningar. – Kjör stjórnar fulltrúaráðs og endurskoðenda. – Ákvörðun félagsgjalds fyrir næsta reiknings-ár.- Önnur mál.- Aðalfundur telst löglegur, ef löglega er til hans boðað.
5. gr.
Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara. Stjórnina skipa fimm menn kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.