Bækur og Google

Google hefur náð tímamótasamningi við höfunda og útgefendur og er samningurinn einnig umdeildur. Fyrir þremur árum hófu rithöfundasambandið, samband bandarískra útgefenda og ýmsir höfundar og útgefendur málsókn á hendur Google Bókaleita en sátt hefur náðst. Það mun taka nokkurn tíma fyrir dómstóla að samþykkja og fullgera samninginn.Á vefsíðunni, http://books.google.is geta höfundar, útgefendur og höfundarrétthafar séð samninginn og sérstaka síðu um framkvæmd samningana og fengið upplýsingar.