Höfundar sem hafa orðið að sæta sóttkví geta sótt um laun í sóttkví hjá Vinnumálastofnun og höfundar sem hafa orðið fyrir tekjuskerðingu frá 15. mars geta sótt um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls.
Tilkynning frá Skattinum: Samþykkt hefur verið á Alþingi að greiða sjálfstætt starfandi einstaklingum launatap vegna þess að viðkomandi hafi orðið að sæta sóttkví. Umsóknum um laun í sóttkví skal beint til Vinnumálastofnunar og einnig er hægt að sækja um til Vinnumálastofnunar atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls sjálfstætt starfandi manna. Heimildin er til staðar frá 15. mars til 1. júní 2020. Ekki þarf að stöðva reksturinn til þess að eiga rétt á umræddum bótum heldur þarf að tilkynna Skattinum um skerta starfsemi. Rekstraraðilar eru því enn skráðir bæði á launagreiðendaskrá og virðisaukaskattsskrá ef eingöngu er um að ræða tímabundnar breytingar.
Notast er við eyðublað RSK 5.02 til að tilkynna um slíkar breytingar.
Eyðublaðið má senda, undirritað, í tölvupósti á rsk@rsk.is.
Nánar má lesa um þetta á upplýsingavef Skattsins
Vefur Vinnumálastofnunar.