Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 22. september kl. 15.
Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl.
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar og stafrænnar fjölföldunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera 2019-2020. Til úthlutunar eru allt að 5.000.000.- kr.
Þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum
Handritshöfundar að fræðslu- og heimildamyndum, sem sýndar hafa verið á opinberum miðlum, skulu skrá sig og sýnd verk sín í sérstaka rétthafagátt á heimasíðu Hagþenkis. Skráningarfrestur er til 2. nóvember fyrir rétthafagreiðslur ársins 2020.
Ferða- og menntunarstyrkir – fyrir félagsmenn Hagþenkis, síðari úthlutun
Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis – síðari úthlutun. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Einungis er heimilt að sækja um vegna ferða sem hafa verið farnar. Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.- kr.
Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is Umsækjendur sækja um á vef Hagþenkis – Mínar síður, efst til hægri og fá rafræna staðfestingu, um að umsókn hafi borist og hún gildir sem kvittun.