Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki. Umsóknarfrestur rennur út 6. október kl. 15.
Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl.
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera og vegna stafrænnar fjölföldunar í háskólum skólaárin 2013-2014. Til úthlutunar eru allt að 5.000.000.- kr.
Þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum
Óskað er eftir umsóknum handritshöfunda, sem eru rétthafar á fræðslu- og heimildarmyndum og þáttum sem sýndir voru í sjónvarpi árin 2012–2014, um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna IHM, Innheimtumiðstöðvar gjalda, af geisladiskum, myndböndum og myndbandstækjum. Til úthlutunar eru allt að 100.000.- kr.
Ferða- og menntunarstyrkir 2015 – fyrir félagsmenn Hagþenkis, síðari úthlutun
Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis vegna síðari úthlutunar. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Heimilt er að sækja um vegna ferða sem farnar voru á árinu. Umsækjendur sem hljóta úthlutun þurfa að senda í gegnum heimasíðu Hagþenkis afrit af ferðakostnaði og skilagrein fyrir áramót. Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.- kr.
Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn umsóknar eyðublöð og fyrir skilagreinar eru á heimasíðunni Umsækjendur fá rafræna staðfestingu um að umsókn hafi borist og hún gildir sem kvittun.
Nánari upplýsingar veitir Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis / Þórunnartún 2, 2 hæð. Skrifstofa nr. 7. 105 Reykjavík / Sími 551-9599 / www.hagthenkir.is / hagthenkir@hagthenkir.is