Auglýst eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntastyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki.
 
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 6. október kl. 15.

Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl. 
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera og vegna stafrænnar fjölföldunar í háskólum skólaárin 2013-2014. Til úthlutunar eru allt að 5.000.000.- kr.

Þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum                                                         
Óskað er eftir umsóknum handritshöfunda, sem eru rétthafar á fræðslu- og heimildarmyndum og þáttum sem sýndir voru í sjónvarpi árin 2012–2014, um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna IHM, Innheimtumiðstöðvar gjalda, af geisladiskum, myndböndum og myndbandstækjum.      
Til úthlutunar eru allt að 100.000.- kr.

Ferða- og menntunarstyrkir 2015 – fyrir félagsmenn Hagþenkis, síðari úthlutun
Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis vegna síðari úthlutunar. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Heimilt er að sækja um vegna ferða sem farnar voru á árinu. Umsækjendur sem hljóta úthlutun þurfa að senda í gegnum heimasíðu Hagþenkis afrit af ferðakostnaði og skilagrein fyrir áramót. Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.- kr.

Úthlutunarreglur,  umsóknar eyðublöð og fyrir skilagreinar eru á heimasíðunni. 
Umsækjendur fá rafræna staðfestingu, kennimark, um að umsókn hafi borist og hún gildir sem kvittun. Hver umsókn fær sitt kennimark og hægt að opna með því og breyta sé þess þörf.

Nánari upplýsingar veitir Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis
Þórunnartún 2, 2 hæð. Skrifstofa nr. 7. / 105 Reykjavík / Sími 551-9599/
hagthenkir[hjá]hagthenkir.is