Auglýsing um starfsstyrki Hagþenkis 2009

 

Sækja skal um þóknanir og starfsstyrki á þar til gerðum eyðublöðum á heimasíðu félagsins, www.hagthenkir.is.

Á heimasíðunni er einnig að finna allar upplýsingar og úthlutunarreglur. Fylgiskjöl með umsóknum um styrki til ritstarfa skal senda til skrifstofu félagsins og sækja aftur fyrir 15. september næstkomandi, en eftir það verður þeim eytt. Vinsamlegast athugið að eftir að umsókn hefur verið fyllt út og ýtt hefur verið á send takkann þá birtist hún aftur og þá þarf að ýta aftur á send takkann sem er neðst á blaðinu. Þá kemur upp blað sem staðfestir að umsókn hafi borist.

 Starfsstyrkir til ritstarfa

Óskað er eftir umsóknum um starfsstyrki Hagþenkis vegna ritstarfa árið 2009. Til úthlutunar eru 10.000.000.- kr.

Starfsstyrkir vegna gerðar fræðslu- og heimildarmynda

Til úthlutunar eru 900.000.- kr.

Þóknanir vegna ljósritunar o. fl.

Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera skólaárin 2006–2008 og vegna blaðagreina eftir félaga í Hagþenki sem kunna að hafa verið notaðar af IMG-Fjölmiðlavaktinni ehf. árið 2008.

Til úthlutunar eru 3.000.000.- kr.

Þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum

Hér með er auglýst eftir umsóknum handritshöfunda, sem eru rétthafar á fræðslu- og heimildarmyndum og – þáttum sem sýnd voru í sjónvarpi árin 2006–2008 um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna Innheimtumiðstöðvar gjalda af myndböndum og myndbandstækjum.

Til úthlutunar eru allt að 100.000.- kr.

 Ferða- og menntunarstyrkir 2009 – fyrri úthlutun

Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis vegna fyrri úthlutunar 2009. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Heimilt er að sækja um vegna ferða sem hafa verið farnar. Í haust verður verður auglýst aftur eftir umsóknum vegna síðari úthlutunar.

Til úthlutunar eru 2.000.000.- kr