Art in Translation 2012

Art in Translation 2012

Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður dagana 24. – 26. maí í Norræna húsinu og Öskju. Þar verður stefnt saman listamönnum og fræðimönnum og skoðaðir ýmsir fletir á ritlist, bæði í fræðilegum erindum og listrænum gjörningum.

 

Um 50 lista- og fræðimenn hvaðanæva úr heiminum hafa boðað komu sína. Robin C. Hemley, sem stýrir ritsmiðju við Iowaháskóla, mun flytja opunarfyrirlestur á ráðstefnunni, en Iowa City er ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Aðrir lykilfyrirlesarar verða Abé Mark Nornes, prófessor í asískum kvikmyndafræðum við Michiganháskóla og Calum Colvin myndlistarmaður og prófessor frá Skotlandi. Í tengslum við ráðstefnuna verða settar upp tvær myndlistarsýningar, á ljósmyndum Calums Colvin og á bókverkum myndlistarmanna.

Ráðstefnan er öllum opin. Þeim sem vilja tryggja sér sæti er bent á að skrá sig en einnig er hægt að mæta á einstaka viðburði. Þess ber þó að geta að skráðir þátttakendur hafa forgang að öllum viðburðum.

Skráning fer fram á vefsvæði ráðstefnunnar, https://artintran,slation.hi.is og þar má einnig kynna sér á fjölbreytta dagskrá hennar. Einnig má sjá ýmsa fróðleiksmola um ráðstefnuna á síðunni http://www.facebook.com/artintranslation.iceland

Ráðstefnan er skipulögð af Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Norræna húsið, Háskólann í Manitoba, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Hugvísindastofnun HÍ, Þýðingasetur HÍ og Listahátíð í Reykjavík.