Aðalfundur Hagþenkis haldinn 20. mars kl. 18 í sal RA, Hringbraut 121, 4.hæð

 Dagskrá verður sem hér segir:

 

1. Skýrsla stjórnar og reikningar

2.  Skipting tekna

3. Kjör stjórnar, formanns og fulltrúaráðs

4. Ákvörðun félagsgjalds fyrir næsta reikningsár

5. Úhlutunarreglur fyrir þóknanir vegna ljósritunar og starfrænnar eintakagerðar.

 Önnur mál

—————————————————————————————————————————————————-

Stjórnin býður sig fram til endurkjörs; Halldóra Jónsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Steingrímur Þórðarson og Sigrún Helgadóttir. Jón Yngvi Jóhannson býður sig fram til formanns.

Fyrir aðalfund verður lögð fram eftirfarandi breytingartillaga stjórnar þar sem skerpt er á úthlutunarreglum vegna ljósritunar og stafrænnar eintakagerðar.Breytingarnar eru undirstrikaðar.

Úthlutunarreglur fyrir þóknanir vegna ljósritunar og stafrænnar eintakagerðar

1. Þóknanir úr sjóðum Hagþenkis eru einungis veittar höfundum fræðirita og kennslugagna, ekki útgefendum eða öðrum rétthöfum.

2. Hámarksþóknun á mann vegna fjölföldunar á verkum til notkunar í opinberum skólum, öðrum opinberum stofnunum, einkaskólum og hjá öðrum aðilum sem samningar Fjölís ná yfir verður 100.000 kr.

3. Þóknun fyrir ljósritun skal skipta í tvo eða fleiri flokka með hliðsjón af umfangi ljósritunarinnar og þeirri tekjuskerðingu sem ætla má að fylgi henni.

4. Stjórn Hagþenkis fer yfir umsóknir og afgreiðir þær. Sæki félagar í stjórn um þóknun skal þeim óheimilt að taka þátt í afgreiðslunni.

Um þóknanir

Reglur þessar voru staðfestar á aðalfundi Hagþenkis 2013. Umsóknareyðublaðer á vefsíðu félagsins 

—————————————————————————————————————————————————-

Textinn eins og hann hefur verið allt frá árinu 2001:

Úthlutunarreglur fyrir þóknanir vegna ljósritunar

1. Þóknanir úr sjóðum Hagþenkis eru einungis veittar höfundum fræðirita og kennslugagna, ekki útgefendum eða öðrum rétthöfum.

2. Hámarksþóknun á mann vegna fjölföldunar á verkum til notkunar í opinberum skólum, öðrum opinberum stofnunum og einkaskólum verður 50.000 kr.

3. Þóknun fyrir ljósritun skal skipta í tvo flokka með hliðsjón af umfangi ljósritunarinnar og þeirri tekjuskerðingu sem ætla má að fylgi henni.

4. Stjórn Hagþenkis fer yfir umsóknir og afgreiðir þær. Sæki félagar í stjórn um þóknun skal þeim óheimilt að taka þátt í afgreiðslunni.

 

Um þóknanir

Reglur þessar voru staðfestar á félagsfundi í Hagþenki 2001. Umsóknareyðublað er á vefsíðum félagsins og eru umsækjendur beðnir að nota það.