Í Morgunblaðinu 19. júlí var að finna viðtal við íslenska höfunda sem hafa gefið út bækur sjálfir í samstarfi við bandarískt fyrirtæki að nafni Blur, sem sérhæfir sig í prentun og útgáfu bóka fyrir almenning. Allt sem þarf er tilbúið handrit og að ábyrgjast að eitt eintak seljist. Á heimasíðu fyrirtækisins, blurb.com, er hægt að sækja sérstakt forrit, BookSmart, hlaða því niður og með því er hægt að hanna bókina sjálfur.
Blurb prentar bækur í lit og svart/hvítu og í sex mismunandi stærðum og sniðum. Hægt er að velja harðspjalda bækur og nokkrar gerðir af pappír. Á heimasíðunni er að finna nákvæma verðskrá og þjónustu um að koma bókinni á framfæri i gegnum heimasíðu fyrirtækisins óski höfundar þess.