Krossgátur: Alls ekki staðlausir stafir

Krossgátur: Alls ekki staðlausir stafir

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélags við Fischersund á fimmtudag klukkan 8.
Allir velkomnir.

Fyrirlesari er Ásdís Bergþórsdóttir, kerfisfræðingur og krossgátuhöfundur.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um sögu og þróun krossgátunnar.

 

 

Krossgátan er ekki orðin aldargömul og hefur verið lítið rannsökuð nema einna helst í tengslum við hvernig tölvur geta leyst og búið til krossgátur. Í þessum fyrirlestri verður forsaga krossgátunnar rakin til frumkristni og tengsl hennar við tilurð og þróun stafrófsins og vaxandi mikilvægi ritmáls verða rædd. Fjallað verður um þróun breskra krossgátna og þá útlitsbreytingu sem gerð var á krossgátuforminu þar til að þyngja þær og breytingu á gerð vísbendinga sem verða að hinu merkilega afbrigði: Cryptic crosswords.

Lítið er vitað um þróun íslensku krossgátunnar en hún barst tiltölulega fljótt til Íslands í gegnum Danmörku og barst þá sem bandarískt krossgátuform. Regluleiki íslenskra orða skapaði að lokum mikinn vanda fyrir íslenska krossgátuhöfunda. Sýnt verður fram á með útreikningi á óreiðu (entropy) á ein-og
tvístöfungum í íslensku úr tölum í Íslenskri orðtíðnibók að íslensk orð verða reglulegri en ensk orð strax þegar komið er niður í tvístöfunga og áhrif þess á krossgátugerð verða rædd.