Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna var stofnað árið 1983. Félagið heldur því upp á 25 ára afmæli sitt um þessar mundir. Í tilefni afmælisins hélt stjórn félagsins fyrri stjórnarmönnum hóf í Þjóðmenningarhúsinu 13. nóvember. Við þetta tilefni lýsti formaður Hagþenkis, Jón Yngvi Jóhannsson, kjöri tveggja heiðursfélaga, þeirra Harðar Bergmann og Ágústs H. Bjarnasonar.
Hörður var fyrsti formaður félagsins og framkvæmdastjóri til margra ára, Ágúst hefur gegnt margháttuðum störfum fyrir félagið og var framkvæmdastjóri þess um tíma. Ræða Harðar verður birt í næsta fréttabréfi.Viðstaddir voru fyrrum stjórnarmenn og framkvæmdastjórar félagsins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Jón Yngvi kynnti Norræna stefnuyfirlýsingu um fræðirit og námsgögn og hefur hún verið send ráðuneytinu. Pétur Gunnarsson formaður Rithöfundafélagsins færði Hagþenki bækur í afmælisgjöf, Íslensk bókmenntasaga.