Â
Menntamálaráðuneytið sendi skólastjórum landsins bréf skömmu fyrir áramót til að kynna nýjan námsgagnasjóð.Sjóður þessi hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um fjölbreyttari námsgögn. Um 120 milljónir eru til ráðstöfunar. Sjóðurinn fær fjárveitingu á fjárlögum sem er skipt á milli allra grunnskóla landsins í samræmi við nemendafjölda og stærð. Skólar ráða því sjálfir hvernig þessum fjármunum er varið.
Sjá lög um námsgagnasjóð: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2007071.html