Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og námsgagna veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa.
Til starfsstyrkja vegna ritstarfa 2007 var veitt kr. 6.700.000. Sótt var um styrki til 44 verkefna en úthlutað til 21 verkefnis og nam upphæðin sem sótt var um tæpum 20 milljónum kr. Fjórir starfsstyrkir voru að upphæð 500.000 kr., fimm voru 400 þúsund kr., fjórir styrkir námu 300 þúsund kr., sjö námu 200 þúsund kr. og einn 100 þúsund kr.
Í úthlutunarnefnd starfsstyrkja til ritstarfa eru: Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Kristín Unnsteinsdóttir uppeldis og kennslufræðingur.
Â
Úthlutun var sem hér segir
Aðalgeir Kristjánsson
Rannsóknir og fræði á upplýsingaröld
200.000
Ágúst H. Bjarnason
Rannsóknir á mosum og rit um þá
200.000
Árni Daníel Júlíusson
Saga fram til 1800. Kennslubók í sagnfræði fyrir framhaldsskóla
400.000
Árni Einarsson
Til að skrifa alþýðlega bók um lífríki Mývatns í samvinnu við Unni Jökulsdóttur
500.000
Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir
Námsefni í íslensku handa framhaldsskólum
300.000
Clarence E. Glad
Líkami og losti á upphafsöldum frumkristni
500.000
Davíð Kristinsson
Almenningsálitið er ekki til. Þýðingar á greinum eftir Pierre Bourdieu
200.000
Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Hönnun námsefnis til að frumkenna og þjálfa næmi og færni í greiningu málhljóða ásamt gagnvirkri umskráningu þeirra við ritmálstákn
200.000
Halldór Guðmundsson
Þátttaka í alþjóðlegu verkefni um viðtökur Knut Hamsuns
200.000
Halldóra Arnardóttir
Vegna bókar um verk Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts. Fyrsta bindið í ritröð um íslenska arkitekta
400.000
Hörður Bergmann
Að vera eða sýnast – gagnrýnin hugsun á tímum sjónarspilsins
200.000
Jóhanna Einarsdóttir
Bók um tengsl leikskóla og grunnskóla
100.000
Jón Thoroddsen
Heimspekileg samræða í skólastofunni með ímyndunaraflið í forgrunni
500.000
María Anna Þorsteinsdóttir
Útgáfa Ólandssögu, skáldsögu frá 18. öld eftir Eirík Laxdal Eiríksson
300.000
Ragnar Ólafsson og Svanhildur Steinarsdóttir
Kynjafræði og greining kynjaímynda í fjölmiðlum. Námsefni fyrir framhaldsskóla
300.000
Rannveig Þorkelsdóttir
Leikið með listina.
Námsefni í leiklist fyrir grunnskóla
300.000
Sesselja G. Magnúsdóttir
Kennslubók í listdanssögu
400.000
Smári Ólason
Alfræðiorðabók um fjölröddun í íslenskri þjóðlagatónlist
200.000
Snorri Baldursson
Vistfræði Íslands-aðgengilegt grundvallarrit um lífríki lands og sjávar, gerð þess og starfsemi 400.000
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
Uppfletti-og verkefnabók í málfræði og málnotkun fyrir fyrstu áfanga framhaldsskóla
400.000
Sæunn Kjartansdóttir
Bók um uppeldi og velferð ungra barna
500.000
Samtals 6.700.000