Hagþenki bárust 53 umsóknir um starfsstyrk til ritstarfa og hlutu 33 verkefni styrk. Til úthlutunar voru 25.000.000 kr. Í úthlutunarráði voru: Arnór Gunnar Gunnarsson, Sólrún Harðardóttir og Úlfhildur Dagsdóttir. Gunnar Þór Bjarnason formaður Hagþenkis kynnti úthlutunina að viðstöddum styrkþegum, úthlutunarráði, fulltrúum úr stjórn Hagþenkis og Friðbjörgu Ingimarsdóttur framkvæmdastýru. Athöfin fór fram í Hafnarstræti 5, 3 hæð. Þar er ReykjavíkurAkademína til húsa og Hagþenkir leigir af henni skrifstofu.
Eftirfarandir hlutu styrk:
Anna Dröfn Ágústsdóttir. Hús [vinnuheiti – barnabók um arkitektúr]. Kr. 800.000.
Atli Bollason. Krútt: Um sögu, heimspeki og áhrif krúttkynslóðarinnar. Kr. 600.000.
Auðunn Arnórsson. Evróputengsl Íslands: Valkostir í breyttum heimi. Kr. 1.000.000.
Auður Ingvarsdóttir. Þróun í ritun Landnámabókar. Kr. 700.000.
Árni Heimir Ingólfsson. „Eitt hjarta músíkalskt“ – Ævisaga Jórunnar Viðar, tónskálds og píanóleikara Kr. 1.000.000.
Ása Helga Hjörleifsdóttir. Á milli orðanna: valdar senur úr kvikmyndum og leikritum, til notkunar við kennslu í leikstjórn. Kr. 500.000.
Ásdís Jóelsdóttir. Fagorðasafn: Tíska – Textíll – Fatnaður – vinnuheiti Kr. 600.000.
Björn Teitsson og Helgi Hrafn Guðmundsson, Reiðhjólið í Reykjavík frá 1890 til nútímans Kr. 1.200.000.
Eggert Pálsson. Þorlákstíðir, söngur og saga Þorláks helga Þórhallssonar, Skálholtsbiskups. Kr. 800.000.
Elías Rúni. Myndasaga: Hvað er að vera trans? Kr. 600.000.
Elín Bára Magnúsdóttir. Framlag Sturlu til ritunar Íslendingasagna. Kr. 1.200.000.
Erla Dóris Halldórsdóttir. Hallgrímur Jónsson Backmann, fyrsti fjórðungslæknir í Vestfirðingafjórðungi árið 1766. Kr. 600.000.
Guðrún Kristinsdóttir. Molière á Íslandi – fræðilegur inngangur að tveimur leikritaþýðingum Sveins Einarssonar. Kr. 600.000.
Haraldur Sigurðsson. Breyttar ferðavenjur í Reykjavík og hnignun miðborgar. Þróun almenningssamgangna og efling bílmenningar í Reykjavík 1960 til 2000. Kr. 1.200.000.
Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Grunnur lesskilnings er lagður á leikskólaárunum. Langtímarannsókn á málþroska íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs og tengslum hans við lesskilning á samræmdum prófum í 4. bekk.. Kr. 1.200.000.
Jóna Guðbjörg Torfadóttir. Viðhorf skáldkvenna á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Kr. 300.000.
Julian Mendoza. Gyrðir Elíasson og harmur nútímans: áhrif, impressjónisminn og exístensíalisminn Kr. 1.000.000.
Kristín Björg Sigurvinsdóttir. Amelía og Óliver fara í berjamó – Orðaforðaþjálfun gegnum lestur. Kr. 1.000.000.
Kristín Svava Tómasdóttir. Endurminningar Þórunnar Á. Björnsdóttur ljósmóður og dagbók Guðlaugar Guðmundsdóttur vinnukonu. Kr. 1.200.000.
Magnea Ingvarsdóttir. Bleiku feminismarnir. Kr. 300.000.
Margrét J Gísladóttir. Fréttabréf frá 18. öld. Útgáfa með skýringum. Kr. 1.000.000.
Ólafur Haukur Magnússon. Kennslubók í Búrekstri I. Kr. 400.000.
Óskar Arnórsson. Arkitektúr og …. Kr. 1.000.000 .
Pamela De Sensi. Fyrsta flautufræðibók á Íslandi. Kr. 1.100.000.
Pétur Hrafn Ármannsson. Rætur módernískrar hreinstefnu í skólaverkum Sigvalda Thordarson arkitekts 1938-1947. Kr. 500.000.
Sigrún Alba Sigurðardóttir. Draugar og skrímsli. Um umhyggju, samlíf og jarðnesk tengsl í Rúmmálsreikningi Solvejar Balle. Kr. 600.000.
Soffía Auður Birgisdóttir . Ritdómaskrif fyrir vefinn Skáld.is. Kr. 300.000.
Steinunn Inga Óttarsdóttir. Viðtöl við skáldkonur. Kr. 300.000.
Sölvi Sveinsson. Húsbóndinn gerir hjúin hæversk. Íslenska bændasamfélagið 1870-1905. Kr. 500.000.
Trausti Ólafsson. Spor í óreiðudansi lífsins – fyrri vinnutitill: Sviðsetning úr djúpi sálar. Kr. 900.000.
Unnur Birna Karlsdóttir. Áhrif kvenna á verkalýðsbaráttu á Austurfjörðum á fyrri hluta 20. aldar. Kr. 400.000.
Valur Gunnarsson. Saga ástarinnar. Kr. 900.000.
Viðar Hreinsson. Eilífðin sem hvarf: Auðmagn, náttúra og vistkerfi. Kr. 700.000.