Bókmenntastefna fyrir Ísland til 2030

Ríkisstjórnin hefur samþykkt til­lögu Lilju Alfreðsdóttur um nýja bók­mennta­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030. 

Nýrri bók­mennta­stefnu er ætlað að hlúa enn bet­ur að bók­mennta­menn­ingu til framtíðar. Í stefn­unni er birt framtíðar­sýn fyr­ir mála­flokk­inn og jafn­framt þrjú meg­in­mark­mið sem aðgerðirn­ar skulu styðja við. Meg­in­mark­miðin snú­ast um fjöl­breytta út­gáfu á ís­lensku til að treysta stöðu ís­lenskr­ar tungu í sam­fé­lag­inu; um auk­inn og bætt­an lest­ur, ekki síst meðal ungra les­enda; og hvatn­ing til bóka­sam­fé­lags­ins um ný­sköp­un sem taki mið af tækniþróun og örum sam­fé­lags­breyt­ing­um.

Aðgerðaáætl­un­in hef­ur að geyma 19 aðgerðir sem skipt er upp í fjóra flokka: Um­gjörð og stuðning­ur; Börn og ung­menni; Menn­ing­ar­arf­ur, rann­sókn­ir og miðlun; og Ný­sköp­un og sjálf­bærni. Aðgerðirn­ar leggja ekki síst áherslu á börn og ung­menni ann­ars veg­ar og ís­lenska tungu hins veg­ar en víða er komið við.

Ein stærsta aðgerðin sem boðuð er í áætl­un­inni snýst um end­ur­skoðun á því reglu­verki og þeirri um­gjörð sem hið op­in­bera hef­ur komið upp í tengsl­um við bók­mennt­ir og ís­lenskt mál. Þar eru und­ir lög um stöðu ís­lenskr­ar tungu og ís­lensks tákn­máls, lög um bók­mennt­ir, lög um stuðning við út­gáfu bóka á ís­lensku, bóka­safna­lög o.fl. Í þeirri end­ur­skoðun er brýnt að hugað verði að breyttu lands­lagi tungu og bóka vegna til­komu gervi­greind­ar, mál­tækni, streym­isveitna og annarr­ar tækni sem er í hraðri þróun þessi miss­er­in.

Bók­mennta­stefn­an var gerð í sam­vinnu við hags­munaaðila sem lögðu til grund­völl­inn í stefn­unni og aðgerðunum. Sjá  greinargerð frumvarpsins:  https://samradapi.island.is/api/Documents/af88c1f2-41dd-ee11-9bc1-005056bcce7e

Fjölmargar umsagnir bárust í samráðsgátt Alþingis þar á meðal frá Hagþenki. Linkar á umsagnirnar: 

https://island.is/samradsgatt/mal/3701

Bóknenntastefnan  https://samradapi.island.is/api/Documents/af88c1f2-41dd-ee11-9bc1-005056bcce7e

Fréttin byggir á aðsendri grein Lilju Alfreðsdóttur í Morgunblaðinu.