Félagsfundur – samtal um samninga við námsefnishöfunda sem skrifa fyrir Menntamálastofnun
Um þessar mundir vinnur samninganefnd á vegum Hagþenkis að endurskoðun samnings um námsefni sem Menntamálastofnun gefur út. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir leiðir samninganefndina fyrir hönd Hagþenkis. Í nefndinni eru auk hennar Kolbrún Hjaltadóttir og Erna Jessen. Hagþenkir býður af því tilefni til félagsfundar fyrir námsefnishöfunda miðvikudaginn 13. mars kl. 17–18.15. Fundurinn verður haldinn í sal Bókasafns Dagsbrúnar, í Þórunnartúni 2. 4. hæð, 105. Reykjavík. Samninganefndin og stjórn Hagþenkis hvetur námsefnishöfunda til að mæta.