Úthlutunarreglur fyrir starfsstyrki
Rétt til að sækja um starfsstyrki hafa félagsmenn í Hagþenki og aðrir höfundar fræðirita og kennslugagna.
Starfsstyrki skal veita til að vinna að ritun fræðirita og kennslugagna hvort sem verkin eru gefin út á prenti eða rafrænu formi. Starfsstyrkir eru veittir til ritstarfa en ekki til útgáfu, kynningar eða annars kostnaðar við útgáfu fræðirita og kennslugagna. Sérstök áhersla skal lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru hafin eða langt komin. Einnig er heimilt að veita höfundi styrk vegna verks sem er lokið. Ekki skal veita styrki til lokaverkefna í háskólanámi, s.s. meistara- eða doktorsritgerða.
Umsækjandi skal gera grein fyrir eftirfarandi:
Til hvaða starfa er sótt um styrk og hvaða upphæð. (Hámarksupphæð einstakra styrkja er 900.000.- kr.).
Menntun umsækjanda, núverandi starf i og helstu ritverkum.
Hvort umsækjandi hafi aðra styrki eða fái laun fyrir umrætt verk eða hafi sótt um aðra styrki.
Hvaða gildi hann telji að samning og útgáfa verksins hafi.
Hvaða líkur eru á að verkinu verði lokið og það gefið út.
Sé sótt um styrk vegna verks, sem er lokið, skal gera grein fyrir því hvort laun hafi verið greidd fyrir samningu þess og hvers vænta megi um útgáfu og höfundarlaun.
Þeir höfundar skulu að öðru jöfnu sitja fyrir sem ekki eiga kost á sæmilegri greiðslu fyrir verk sitt.
Afgreiðsla umsókna skal vera í höndum sérstakrar úthlutunarnefndar sem kosin er af stjórn félagsins.
Úthlutunarreglur þessar voru endurskoðaðar og samþykktar á aðalfundi félagsins árið 2012.
Ferða- og menntunarstyrkir Hagþenkis
Hagþenkir hefur veitt félagsmönnum ferða og menntastyrki síðan 1986 og er auglýst eftir umsóknum á vorin og haustin. Stjórn Hagþenkis úthlutar efir samþykktum úthlutunarreglum. Sótt er um á þar til gerðu rafrænu eyðublaði og semda skilagrein með tilheyrarndi fylgiskjölum. Rétt til að sækja um styrkina hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í Hagþenki í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Leitast skal við að styrkja verkefni sem hafa ótvírætt fræðilegt gildi eða fræðslugildi. Styrki skal veita til ferða sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem höfundur eða til að leita sér menntunar sem slíkur. Einnig má styrkja umsækjanda til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum, eða til annars konar fræðslu- og menntunarleitar sem höfundur. Við mat á umsóknum skal hafa til viðmiðunar að umsækjandi hafi ekki fengið ferða- eða menntunarstyrki til utanlandsferða síðustu 24 mánuði. Að öðru jöfnu skulu þeir sitja fyrir um styrki sem hafa lítil eða engin tök á að sækja í aðra sjóði.
Úthlutunarreglur fyrir ferða- og menntunarstyrki Rétt til að sækja um ferða- og menntunarstyrki hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í Hagþenki í a.m.k. eitt ár enda hafi þeir gefið félaginu umboð til að annast sameiginlega samninga fyrir sína hönd og séu skuldlausir við það.
Leitast skal við að styrkja verkefni sem hafa ótvírætt fræðilegt gildi eða fræðslugildi. Styrki skal veita til ferða sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem höfundur eða til að leita sér menntunar sem slíkur. Einnig má styrkja umsækjanda til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum, eða til annars konar fræðslu- og menntunarleitar sem höfundur. Heimilt er að styrkja ferð sem þegar hefur verið farin, enda hafi umsækjandi verið félagsmaður á þeim tíma og uppfyllt skilyrði 1. greinar.
Umsækjandi skal greina frá eftirfarandi:
Fræðilegu gildi verkefnisins.
Hvert ferðinni er heitið og tilgangi farar.
Áætluðu fargjaldi og heildarkostnaði við ferðina.
Hvort umsækjandi njóti einhverrar fyrirgreiðslu eða annarra styrkja eða hafi sótt um þá.
Hvernig höfundur telur að ferðin, eða annað sem sótt er um styrk til, gagnist sér í starfi.
Við mat á umsóknum skal stjórn Hagþenkis hafa til viðmiðunar að umsækjandi hafi ekki fengið ferða- eða menntunarstyrki til utanlandsferða síðustu 24 mánuðina. Að öðru jöfnu skulu þeir sitja fyrir um styrki sem
hafa ekki áður fengið ferða- eða menntunarstyrk frá Hagþenki,
hafa lítil eða engin tök á að sækja í aðra sjóði en sjóð Hagþenkis.
Þegar veittir eru styrkir til utanlandsferða eða annars skal styrkupphæð að jafnaði nema lægsta fargjaldi á staðinn og nema að hámarki 100 þúsund krónum. Þegar veittir eru styrkir til ferða innanlands skal taka mið af greinargerð umsækjanda um kostnað.
Að lokinni ferð skal umsækjandi senda inn rafræna skilagrein um ráðstöfun ferða- og menntunarstyrksins með tilheyrandi fylgiskjölum og eru þau send i gegnum heimasíðu Hagþenkis.
Stjórn Hagþenkis auglýsir eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki tvisvar á ári, á vorin og á haustin og sótt skal um a þar til gerðum rafrænum eyðublöðum.
Stjórnin metur umsóknir og ákvarðar úthlutun. Niðurstaða hennar er birt á heimasíðu Hagþenkis.