Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn umsóknareyðublöð og eyðublöð fyrir skilagreinar eru á heimasíðunni.
Sjá nánari upplýsingar á slánni hér til vinstri á síðunni þar sem stendur – styrkir og þóknanir. Hægt er að senda með umsókn tvö fylgiskjöl svo sem ritaskrá og sýnishorn úr verkinu sem sótt er um fyrir. Vinsamlegast sendið ekki myndir.
Umsækjendur munu fá rafræna staðfestingu í tölvupósti um að umsókn hafi borist og gildir kennimarkið sem kvittun og það gefur færi á að lagfæra eða breyta umsókn þar til umsóknarfresti lýkur.
Úthlutunarreglur fyrir starfsstyrki
Rétt til að sækja um starfsstyrki hafa félagsmenn í Hagþenki og aðrir höfundar fræðirita og kennslugagna.
Starfsstyrki skal veita til að vinna að ritun fræðirita og kennslugagna hvort sem verkin eru gefin út á prenti eða rafrænu formi. Starfsstyrkir eru veittir til ritstarfa en ekki til útgáfu, kynningar eða annars kostnaðar við útgáfu fræðirita og kennslugagna. Sérstök áhersla skal lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru hafin eða langt komin. Einnig er heimilt að veita höfundi styrk vegna verks sem er lokið. Ekki skal veita styrki til lokaverkefna í háskólanámi, s.s. meistara- eða doktorsritgerða.
Umsækjandi skal gera grein fyrir eftirfarandi:
Til hvaða starfa er sótt um styrk og hvaða upphæð. (Hámarksupphæð einstakra styrkja er 600.000.- kr.).
Menntun umsækjanda, núverandi starf i og helstu ritverkum.
Hvort umsækjandi hafi aðra styrki eða fái laun fyrir umrætt verk eða hafi sótt um aðra styrki.
Hvaða gildi hann telji að samning og útgáfa verksins hafi.
Hvaða líkur eru á að verkinu verði lokið og það gefið út.
Sé sótt um styrk vegna verks, sem er lokið, skal gera grein fyrir því hvort laun hafi verið greidd fyrir samningu þess og hvers vænta megi um útgáfu og höfundarlaun.
Þeir höfundar skulu að öðru jöfnu sitja fyrir sem ekki eiga kost á sæmilegri greiðslu fyrir verk sitt.
Afgreiðsla umsókna skal vera í höndum sérstakrar úthlutunarnefndar sem kosin er af stjórn félagsins.
Úthlutunarreglur þessar voru endurskoðaðar og samþykktar á aðalfundi félagsins árið 2012.
Starfsstyrkir vegna handritsgerðar fræðslu- og heimildarmynda
Einu sinni á ári auglýsir Hagþenkir eftir umsóknum vegna handritsgerðar fræðslu – og hemildamynda. Auglýst er á vorin og ber að sækja um á þar tilgerðu rafrænu eyðublaði sem á heimasíðu Hagþenkis. Úthlutunarnefnd starfsstyrkja skipuð þremur félagsmönnum metur umsóknir og ákvarðar styrkina. Eru þeir skipaðir til tveggja ára í senn.
Reglur um úthlutun starfsstyrkja vegna fræðslu- og heimildarmynda
Rétt til að sækja um starfsstyrk hafa handritshöfundar fræðslu- og heimildarmynda sem hafa verið sýndar í sjónvarpi eða gefnar út á myndriti.
Styrki er heimilt að nýta til að greiða laun eða annan kostnað við undirbúning, handritsgerð eða annað sem gefur höfundarétt á fræðslu- og heimildarmyndum sem hafa verið sýndar í sjónvarpi eða gefnar út á myndriti eða til að greiða slíkan kostnað vegna væntanlegra mynda.
Umsækjandi skal gera grein fyrir eftirfarandi:
Til hvaða starfa er sótt um styrk og hvaða upphæð. (Hámarksupphæð einstakra styrkja er 300.000 kr ).
Hvort umsækjandi hafi aðra styrki eða fái laun fyrir umrætt verk eða hafi sótt um aðra styrki.
Hvaða gildi hann telji að gerð myndarinnar hafi.
Hvaða líkur eru á að myndin verði sýnd í sjónvarpi.
Sé sótt um styrk vegna verks, sem er lokið, skal gera grein fyrir því hvort laun eða höfundarþóknun hafi verið greidd fyrir undirbúning og samningu handrits og hvort verkið hafi verið sýnt í sjónvarpi.
Þeir höfundar skulu að öðru jöfnu sitja fyrir sem ekki eiga kost á sæmilegri greiðslu fyrir verk sitt.