Kynning á námsbókinni Íslenska fjögur

Fyrirlestraröð Hagþenkis
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Miðvikudaginn 6. maí kl. 12.15 – 13.00
Boðið verður upp á kaffiveitingar og aðgangur er ókeypis.
 
""

Í kynningunni munu höfundar segja frá bókunum fjórum og tilurð þeirra. Íslenska fjögur fjallar um tímabilið 1550-1900 í íslenskum bókmenntum en einnig er fjallað um tungumálið og um menningarsöguna. Bókin er hvort tveggja í senn; kennslubók og sýnisbók. Höfundarnir munu leggja áherslu á hugmyndafræðina sem þær byggja á, hugmyndum um heildstæða móðurmálskennslu. Sagt verður frá hvernig námsbækurnar eru uppbyggðar en við þær allar eru til kennaraleiðbeiningar. Sýnd verða dæmi úr Íslensku fjögur á skjá, til skýringar. Höfundar munu jafnframt segja frá útbreiðslu og viðtökum námsbókanna. Höfundar eru þau Steingrímur Þórðarson, Sigríður Stefánsdóttir og Ragnhildur Richter kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð.
 

 

Bókin Íslenska fjögur var tilnefnd til Viðkenningar Hagþenkis 2014 en verðlaunin voru afhent í byrjun mars. Um er að ræða sjötta og síðasta viðburðinn í fyrirlestraröð Hagþenkis sem haldin er í samstarfi við Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið sem kynnir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings sem þykja skara framúr.
Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að viðurkenningarráð tilnefnir tíu höfunda og bækur er til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf störf í október.
 
Nánari upplýsingar veita:
Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis,
netfang: hagthenkir@hagthenkir.is,  s: 551 9599  /  868 9725, www.hagthenkir.is