Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina sem Crymogea gefur út. Í flokki fagurbókmennta hlaut Sjón verðlaunin fyrir skáldsöguna Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til, sem gefin er út af JPV. Í nýjum flokki barna- og unglingabóka hlaut Andri Snær Magnason verðlaunin fyrir skáldsöguna Tímakistan, sem gefin er út af Máli og menningu.