Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningu að þessu sinni:
Fræðibækur og rit almenns eðlis:
Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Útg. Háskólaútgáfan.
Gréta Sörensen: Prjónabiblían. Útg. Vaka Helgafell
Jarþrúður Þórhallsdóttir: Önnur skynjun – ólík veröld. Lífsreynsla fólks á einhverfurófi. Útg. Háskólaútgáfan
Fagurbókmenntir:
Heiðrún Ólafsdóttir: Af hjaranum. Útg. Ungmennafélagið Heiðrún
Vigdís Grímsdóttir: Dísusaga – Konan með gulu töskuna. Útg. JPV
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir: Stúlka með maga – skáldættarsaga. Útg. JPV
Barna- og unglingabækur:
Sif Sigmarsdóttir: Freyju saga – Múrinn. Útg. Mál og menning
Sigrún Eldjárn: Strokubörnin á Skuggaskeri. Útg. Mál og menning
Lani Yamamoto: Stína stórasæng. Útg. Crymogea
Dómnefndir Fjöruverðlaunanna 2014 skipa:
Fagurbókmenntir:
Sigríður Stefánsdóttir þjóðfélagsfræðingur og verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur og rithöfundur
Guðrún Birna Eiríksdóttir bókmenntafræðingur og kennari
Fræðibækur:
Dr. Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands
Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands
Barnabækur:
Líf Magneudóttir B.ed. og meistaranemi í íslensku
Helga Birgisdóttir doktorsnemi í barnabókmenntum
Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður