Hagþenkir auglýsir tvisvar á ári eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrki. Í haust bárustu 24 umsóknir og tuttugu umsækjendur hlutu styrk og ræðst styrkupphæð af því hvert er farið og hversu mikið fé er til skiptana. Á aðalfundi félagsins leggur stjórn félagsins fram tillögur hversu miklu fé er varið til styrkja og þóknana. Þeir sem hlutu styrk eiga að senda til skrifstofu Hagþenkis afrit af flugfarseðli fyrir næstu áramót vegna bókhalds Hagþenkis og eru styrkir forskráðir á skattskýrslu styrkþega.
Eftirfarandi aðilar hlutu ferða- og menntastyrk.
Auður Ingvarsdóttir | 75.000 |
Aðalsteinn Ingólfsson | 75.000 |
Eggert Þór Bernharðsson | 40.000 |
Gunnþóra Ólafsdottir | 75.000 |
Gunnþórunn Guðmundsdóttir | 75.000 |
Hannes Hólmsteinn Gissurarson | 75.000 |
Hrafnhildur Ragnarsdóttir | 75.000 |
Hulda Þórisdóttir | 100.000 |
Ingunn Ásdísardóttir | 75.000 |
Ingunn Þóra Magnúsdóttir | 100.000 |
Kristinn Helgi Magnússon Schram | 75.000 |
Njörður Sigurðsson | 75.000 |
Ragnar Stefánsson | 75.000 |
Róbert H. Haraldsson | 100.000 |
Rósa Eggertsdóttir | 40.000 |
Sigurður Ægisson | 75.000 |
Sólveig Anna Bóasdóttir | 75.000 |
Sverrir Tómasson | 75.000 |
Unnur Óttarsdóttir | 75.000 |
Þórdís T. Þórarinsdóttir | 75.000 |
Samtals | 1.505.000 |