Allir nefndarmenn í efnahags- og skattanefnd Alþingis samþykktu í dag að virðisaukaskattur á rafbækur og tónlist sem seld er í rafrænu formi verði lækkaður í 7%. Að sögn Helga Hjörvar, formanns nefndarinnar, var þverpólitísk samstaða innan nefndarinnar, um þetta mál og fagnar hann því að sátt sé um þetta mál. Virðisaukaskattur á bækur er 7% og þýðir þetta að jöfnuður mun ríkja um skattlagningu á bækur, sama í hvaða formi þær eru gefnar út og seldar. Helgi segir í samtali við mbl.is að þetta muni bæta umhverfi skapandi greina á Íslandi og hvetja til að sala sem hingað til hefur verið utan kerfis komi inn í það. Það þýðir auknar tekjur ríkissjóðs.Jafnframt standi vonir til þess að Amazon og fleiri sem selja rafbækur og annan slíkan varning skrái sig hér á landi líkt og er annars staðar og greiði virðisaukaskattinn hér á landi af sölu hér.
Tekið af mbl.is