Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar handrita fræðslu- og heimildamynda. Árið 2011 voru til ráðstöfunar 14 milljónir kr. Alls var sótt um 72 starfsstyrki til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmum 37 milljónum kr. Úthlutað var styrkjum til 31 verkefnis og hlutu 16 höfundar hæsta styrk kr. 600.000. Þrjár umsóknir til handritsgerðar hlutu styrk samtals 650.000 kr. Í úthlutanaráði fyrir árið 2011 voru: Hrefna Róbertsson sagnfræðingur, Snorri Baldursson náttúrufræðingur og Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur.
Eftirfarandi höfundar hlutu starfsstyrk:
Nafn | Verkefni | Þús. |
Starfsstyrkir: 600 þúsund | ||
Anna Ingólfsdóttir | Um makamissi | 600 |
Bjarni Reynarsson | Fræðirit um sögulega þróun og skipulag vestrænna borga | 600 |
Björn Vilhjálmsson | Hugmyndafræði og vinnuaðferðir Hálendishópsins fyrir ungt fólk í vanda | 600 |
Gréta Elín Sörensen | Prjónabók | 600 |
Guðjón Friðriksson | Allt um Reykjavík – alfræði | 600 |
Guðmundur Páll Ólafsson | Um vatn – heimildarit | 600 |
Ingunn Þóra Magnúsdóttir | Íslenskir listamenn í eldlínu – Menningarferð um 20. öldina | 600 |
Jóhann Sigurðsson | Hugtakasafn í stærðfræði á kennsluvef | 600 |
Jónas Knútsson | In Catilinam eftir Marcu Tullius Ciero – þýðing | 600 |
Margrét Elísabet Ólafsdóttir | Saga íslenskrar vídeólistar | 600 |
Margrét Gunnarsdóttir | Ævisaga Ingibjargar Einarsdóttur (1804-1879) | 600 |
Sigurður Gylfi Magnússon | What is Microhistory? Theory and Practice | 600 |
Stefán Pálsson | Um sögu og leturgerð bókstafsins "Ð" | 600 |
Sumarliði R. Ísleifsson | Tvær eyjar á jaðrinum, Ísland og Grænland frá miðöldum til miðjar 19. aldar. | 600 |
Viðar Hreinsson | Ævisaga séra Bjarna Þorsteinssonar | 600 |
Þórunn Sigurðardóttir | Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld | 600 |
Starfsstyrkir 200-300 þúsund | ||
Aðalheiður Guðmundsdóttir | Efniviður norrænna hetjusagna | 300 |
Arna Björk Stefánsdóttir | Listaverkabók um Matthea Jónsdóttur myndlistakonu (1935-2009) | 300 |
Ásdís Ósk Jóelsdótttir | Námsefni í saumtækni | 300 |
Birna Lárusdóttir | Íslenskir minjastaðir | 300 |
Erla Hulda Halldórsdóttir | Sendibréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur á árunum 1824-1832 | 300 |
Guja Dögg Hauksdóttir | Högna Sigurðardóttir arkitekt og verk hennar | 300 |
Gunnar Örn Hannesson | Bréfabók Eggerts sýslumanns Björnssonar á Skarði (1612-1681) | 300 |
Harpa Björnsdóttir | Myndlist Sölva Helgasonar | 300 |
Kristján Guðmundsson | Uppruni kenninga B. F. Skinners um virka hegðun | 300 |
Magnús Einarsson | Félagsfræðiveislan: Sjónarhorn félagsfræðinnar fyrir framhaldsskóla | 200 |
Paolo M. Turchi | Grísk-íslensk, íslensk-grísk vasaorðabók | 300 |
Páll Baldvin Baldvinsson | Saga sjálfstæðra leikhópa á Íslandi frá 1922-1972 | 300 |
Sigrún Helgadóttir | Þingvellir, þjóðgarður og heimsminjar | 300 |
Sigurþór Sigurðsson | Saga bókbands á Íslandi | 300 |
Trausti Ólafsson | Straumar og stefnur í evrópskri leiklist á tuttugustu öld. | 300 |
Samtals | 14000 | |
Fræðslu- og heimildamyndir | ||
Ásta Kristjánsdóttir/Berghildur Erla | Fæðing stjórnarskrár | 250 |
Ari Trausti Guðmundsson | Um nýsköpun í íslenskum iðnaði – þáttaröð | 100 |
Pétur Gunnarssson | Með útidúrum til átjándu aldar – þáttaröð | 300 |
Samtals | 650 |