Ríkiskaup, fyrir hönd Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins (ÞM), auglýsir hér með útboð vegna þýðinga á löggjöf ESB. Um er að ræða lagatexta á ýmsum sviðum úr ensku á íslensku.Stefnt er að því að semja við a.m.k. 25 verksala. Jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum er boðið að leggja inn tilboð. Gerð er krafa um háskólamenntun eða löggildingu í skjalaþýðingum auk þess sem æskilegt er að hafa reynslu af textagerð. Haldin verða hæfnispróf og verða bjóðendur valdir til þátttöku á grundvelli ferilskrár og tilboðs. Samningar verða gerðir við bjóðendur á grundvelli tilboðs að því tilskildu að viðkomandi hafi staðist hæfnispróf. Umfang og fjöldi verkefna til einstakra þýðenda ræðst af niðurstöðu gæðamats ÞM. Vakin er athygli á kynningarfundi og námskeiði í tilboðsgerð þann 7. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Opnunartími tilboða er 24. febrúar kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.