Málfrelsi, læsi og höfundaréttur voru meginþemu WALTICE 2010 í Istanbul Bilgi University. Það voru sagðar sögur, hugsunum miðlað og sérstaklega var spáð í áhrif menningar á þýðingar, ferð orðsins yfir landmæri og menningarheima, á bókmenntir, tjáningarfrelsi og höfundarétt. Tjáningarfrelsi án takmarka.
Aðalfyrirlesararnir voru fræðimaðurinn Renata Salecl og erindi hennar hét: Love and Fear of Words in todays´times, annar var Ko Un og erindi hans hét, An Inevitable Awareness. Aðrir fyrirlesarar í boði WALTICE voru: Martin De Haan og erindi hans hét The Consequences of the Digital Revoution of the Copyright Situation of Literary Translators and Translations, Sanhya Rao og hennar erindi hét Thougths on Copyright in Chindren‘s books: A Small Publishers´s Perspective. Síðast en ekki síst var athyglisvert að hlusta á erindi Maureen Freely: Free Expression and the Translator, en hún er þýðandi tyrkneska nóbelskáldins Pamuk. Hann sér ekki lengur vært að búa í Istanbul vegna ógnana haturshópa en hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa móðgað tyrkneska ríkið og minningu Ataturks með skrifum sínum.
Fyrirlesarar og þátttakendur á málstofum komu víða að en nokkir fengu ekki leyfi stjórnvalda til að ferðalagsins. Steinunn Sigurðardóttir var þátttakandi í þýðingarmálstofu: Should a Translation be Understandable? og vakti erindi hennar verulega athygli.
Á WALTIC þinginu í Istanbul lögðu norrænu rithöfundasamtökin áherslu á að kynna hið norræna höfundarréttarmódel og vert er að geta þess að Norska fræðibókafélagið hefur hug á að styðja markvisst við stofnun heildarsamtaka fræðibókahöfunda í Tyrklandi en þau hafa til þessa skipt sér í félög eftir pólitik, trú og kynferði.
Á þinginu kynntumst við einnig áhugaverðum samtökum, ICORN – International Cities of Refuge Network. Um 30 borgir tilheyra þessum samtökum og þau voru stofnuð til að styrkja málfrelsi og bjóða ofsóttum rithöfundum tímabundið skjól og aðstöðu til að geta skrifað og tjáð sig, án þess að eiga á hættu að vera ritskoðuð eða þögguð. Þessar borgir hafa skuldbundið sig til að geta tekið á móti rithöfundi frá öðrum borgum, skapa aðstöðu í 6 – 24 mánuði fyrir hann og fjölskyldu hans, sé þess óskað, Um þessar mundir standa yfir viðræður í Reyjavík og Barcilona að sögn íranskra rithöfunda sem kynntu verkefnið og heimasíðu samtakanna: www. icorn.org. ICORN var stofnað í Stafangri árið 2006, formaður er Elisabeth Dyvik og höfuðstöðvarnar skipulegga starfið og meta umsónir í samstarfi við International PEN´s Writers in Prison Committee‘s research team. Formaður PEN, Eugene Schoulgin sem einnig er frá Stafangri kynnti starfsemi í þágu fangelsaðra rithöfunda og er því starfi fylgt eftir með stuðningi WALTICE sem samþykkti harðorða ályktun og krefst tafarlausrar frelsunar rithöfunda sem nú sæta fangelsun og ólögmætri frelsissviptingu. Hagþenkir hefur látið þýða ályktunina í samvinnu við RSÍ og sent hana fjölmiðlum.
WALTIC hefur heimasíðu, www.waltic.com og er á Fésbók.
Næsta WALTIC þing verður haldin 2012 en fyrsta þingið var haldið í Stokkhólmi árið 2008. Formaður sænsku rithöfundasamtakanna, ljóðskáldið Mats Söderlund, er forvígismaður og forseti WALTIC og einnig hafa norrænu rithöfundasamtökin stutt við verkefnið.