ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» 2. mars 2016

Viðurkenning Hagþenkis 2015 veitt í Þjóðarbókhlöðunni 2. mars.


Páll Baldvin Baldvinsson hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2015 fyrir ritið, Stríðsárin 1938–1945. Útgefandi JPV. 
Í ályktunarorðum Viðurkenningarráðsins segir: Í þessu umfangsmikla verki er dregin upp fjölbreytt og áhrifarík mynd af ljósum og dökkum hliðum stríðsáranna, samfélagslegum átökum og örlögum einstaklinga.
 

Formaður Hagþenkis Jón Yngvi Jóhannsson, veitti viðurkenninguna fyrir hönd félagsins og Kristín Svava Tómasdóttir flutti greinargerð Viðurkenningarráðs sem auk hennar skipuðu Baldur Sigurðsson málfræðingur, Kristinn Haukur Skarphéðinsson náttúrufræðingur, Þorbjörn Broddason félagsfræðingur og Þórunn Blöndal íslenskufræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir framkvæmdastýra Hagþenkis.


Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón