ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Styrkir og þóknanir  » Þóknanir vegna fræðslu- og heimildamynda

Þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum

Auglýst er ár hvert eftir umsóknum handritshöfunda, sem eru rétthafar á fræðslu- og heimildarmyndum og þáttum, um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna Innheimtumiðstöðvar gjalda af myndböndum og myndbandstækjum. Stjórn Hagþenkis metur umsóknir og ákvarðar úthlutun eftir því sem samþykkt var á aðalfundi.
 

Úthlutunarreglur fyrir þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum

Þóknanir skulu greiddar til þeirra sem eiga höfundarrétt vegna handrits að fræðslu- og heimildarmyndum og þáttum sem sýndar voru í sjónvarpi síðustu tvö undanliðin ár.

Þeir sem ekki hafa fengið þóknun (skaðabætur) af þessu tagi áður hjá félaginu skulu að öðru jöfnu sitja fyrir við úthlutun.
Við ákvörðun þóknunar skal tekið tillit til þess hve veigamikið framlag rétthafans er til verksins.

Stjórn Hagþenkis fer yfir umsóknir og afgreiðir þær. Sæki félagar í stjórn um þóknanir skal þeim óheimilt að taka þátt í afgreiðslunni.


Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón