ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» 18. nóvember 2019

Niðurstöður lestarkönnunar gefa tilefni til bjartsýni

Nýlega lét Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við helstu aðila á bókmenntasviðinu, þar á meðal Hagþenki og RSÍ, gera könnun á viðhorfi Íslendinga til bóklestar og fleira. Niðurstöður sýna að lestur hefur heldur aukist, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku.
Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að samtal um bækur lifir góðu lifi og hefur mikið áhrif á hvað fólk les. 

Sjá nánari niðurstöður á heimasíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta: https://www.islit.is//frettir/nr/4408
Sjá yfirlit yfir styrki MÍB:  https://www.islit.is/styrkir/
Tilvalið er fyrir höfunda að vera áskrifendur að rafrænu fréttabréfi MÍB, skrá netfang sitt neðst á: https://www.islit.is/ 


Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón