FÉLAGSAÐILD
STYRKUMSÓKNIR
UMSÓKNIR UM ÞÓKNUN
SKILAGREIN
| » 3. desember 2020
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021![]() Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt á Bessastöðum við hátíðlega athöfn 28. janúar. Sumarliði R. Ísleifsson fékk verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir bókina, Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár. Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Blokkin á heimsenda og Elísabet Kristín Jökulsdóttir í flokki skáldverka fyrir skáldsöguna Aprílsólarkuldi. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar 1 .desember í Kiljunni á RÚV. Tilnefnt var í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, flokki barna- og ungmennabóka og flokki skáldverka. Fræðibækur og rit almenns efnis:
„Bókin er afrakstur mikilvægrar og vandaðrar fræðilegrar rannsóknar á jafnréttisbaráttunni á Íslandi í 100 ár, en einnig á stjórnmála- og menningarsögunni. Uppsetning bókarinnar er áhugaverð og hönnunin nýstárleg þar sem fjöldi ljósmynda, veggspjalda og úrklippa eru notaðar til að glæða söguna lífi.“
„Aldauða dýrategunda hefur ekki verið gefinn mikill gaumur til þessa hér á landi. Því er mikill fengur að þessari bók, sem beinir sjónum okkar m.a. að útrýmingarhættu og margvíslegum umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. Geirfuglabækur tveggja breskra fræðimanna sem héldu í Íslandsleiðangur 1858 og höfundur hefur rannsakað í þaula varpa nýju ljósi á sögu og örlög síðustu geirfuglanna við strendur landsins.“
„Verkið er yfirgripsmikið og varpar áhugaverðu ljósi á stjórnmála- og stéttasögu vinstri manna hér á landi á 20. öldinni af miklu innsæi og hreinskilni. Um er að ræða tímamótarit þar sem nýjar og áður óaðgengilegar heimildir eru nýttar.“
„Vandað og löngu tímabært ritverk um fyrsta Íslendinginn sem lauk háskólaprófi í byggingarlist á síðustu öld. Líf Guðjóns Samúelssonar húsameistara var helgað starfi hans og list. Saga hans og ævistarfsins er vel og skilmerkilega rakin í bókinni. Höfundur byggir á víðtækum rannsóknum sínum og djúpum skilningi á viðfangsefninu. Fjölmargar myndir og uppdrættir prýða bókina.“
„Höfundi tekst að færa lesendum efni rannsóknar sinnar á mjög aðgengilegan og skýran hátt, þar sem hann varpar ljósi á rúmlega 1000 ára viðhorfasögu gagnvart íbúum þessara eyja. Bókin er glæsilegt og eigulegt rit, fallega hönnuð og vel myndskreytt.“ Dómnefnd skipuðu: Einar Örn Stefánsson, formaður dómnefndar, Björn Pétursson og Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir. Fréttin í heild sinni á RUV: https://www.ruv.is/frett/2020/12/02/tilnefningar-til-islensku-bokmenntaverdlaunanna-kynntar |