Hagþenkir auglýsir eftir þóknunum og ferða- og menntastyrkjum

Hagþenkir auglýsir eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 11. maí kl. 15.

Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl. – óháð félagsaðild.
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar og stafrænnar fjölföldunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera 2021-2022. Til úthlutunar eru allt að 6.000.000.- kr.

Ferða- og menntunarstyrkir – fyrir félagsmenn Hagþenkis, fyrri úthlutun.
Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis – fyrri úthlutun. Rétt til að sækja um hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Einungis er heimilt að sækja um vegna ferða sem hafa verið farnar. Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.- kr.
Umsækjendur stofna aðgang og sækja um í gegnum vef Hagþenkis. Nánari upplýsingar og úthlutunarreglur eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is


Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna / Þórunnartún 2, 2 hæð. Skrifstofa nr. 7. 105 Reykjavík / Sími 551-9599 / www.hagthenkir.is / hagthenkir@hagthenkir.is