ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» 21. ágúst 2018

Skýrsla starfshóps um bókmenningarstefnu

Haustið 2017 skipaði þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Kristján Þór Júlíusson starfshóp um gerð bókmenningarstefnu. Hópnum var gert að móta bókmenningarstefnu og skila tillögum um hvernig stuðningskerfi rithöfunda sé best háttað, námsbókaútgáfu, rafrænu námsefni og hljóðbókum, útgáfu barnabóka og kaupum safna á bókakosti.
Starfshópinn skipuðu: Kristrún Lind Birgisdóttir formaður, Páll Valsson skipaður án tilnefningar, Egill Örn Jóhannsson tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Kristín Helga Gunnarsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands, Salka Guðmundsdóttir tilnefnd af Miðstöð íslenskra bókmennta, Jón Yngvi Jóhannsson tilnefndur af Hagþenki og Sigurður Guðmundsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.  

Skýrslan er birt á vef stjórnarráðsins á vefsíðunni: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=196c1035-18a1-11e8-9428-005056bc530c


Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón